Umbunarkerfi

Í 2. þætti (í hluta 3) af “Uppeldisspjallinu” var rætt um umbunarkerfi og hvenær gagnlegt er að nota þau. Farið var yfir hvaða þætti er mikilvægt að hafa í huga þegar við búum til kerfi og hvernig við gerum það.
1. Velja hegðun og skilgreina hana
2. Brjóta hegðunina niður í 5 viðráðanleg þrep
3. Kynna kerfið fyrir barninu, æfa öll þrep og leika
4. Skrifa niður umbunarmöguleika með barninu og velja umbun fyrir hvern dag
5. Vera hvetjandi, styðjandi og til staðar á meðan kerfið er í gangi 
– Hafa skal í huga 70% árangur og 5 hrós á móti 1 leiðréttingu/athugasemd
Gagnlegt er að notast við umbunarkerfi þegar við ætlum að kenna og/eða viðhalda tiltekinni (æskilegri) hegðun hjá barni. Algengt er að hegðun sem kennd er í umbunarkerfi sé hegðun sem hægt er að brjóta niður í smærri skref eða er ákveðin rútína.
Dæmi um hegðun sem algengt er að nota í umbunarkerfi er; daglegar athafnir eins og morgun-/kvöldrútína, heimalærdómur, tannburstun, en einnig fyrir sjaldgæfar og mögulega nýjar athafnir eins og að fara í athöfn í kirkju eða aðrar athafnir sem barnið gerir sjaldan en hafa reynst því erfiðar.

Hér má finna dæmi um umbunarkerfi: