Hér er að finna myndskeið þar sem við ræðum þær fyrirspurnir sem okkur berast

Hægt er að senda okkur fyrirspurn hér á heimsíðunni undir “Hafa samband”

Að fara eftir fyrirmælum

Í þessu myndbroti fer Stefanía yfir gagnlegar leiðir til að auka líkur á tiltekinni (æskilegri) hegðun hjá barni og stoppa eða draga úr óæskilegri hegðun

Að eignast systkini

 Í þessu myndbroti fer Stefanía yfir aðferðir fyrir uppalendur til að undirbúa komu nýs systkinis ásamt leiðum til að auka farsæl kynni þess við eldra systkini.

 

"Ömmureglan"

Í þessu myndbroti svarar Stefanía fyrirspurn um “ömmuregluna” góðu. 
Í 5.þætti af “Uppeldisspjallinu” um loforð og hótanir var farið inn á “ömmuregluna” en í þessum myndbroti útskýrir Stefanía hana nánar og tekur dæmi.

Í þessu myndbroti svarar Stefanía fyrirspurn sem snýr að raunhæfum væntingum til hegðunar í ólíkum aðstæðum hjá 7 ára dreng. Einnig fer hún yfir eina leið til að undirbúa ólíkar aðstæður og kenna nýja færni þar sem barnið er virkur þátttakandi.

Í þessu myndbroti er farið yfir leiðir til að nota hvatningu á skemmtilegan og gagnlegan hátt í hversdagsleikanum. Tekin verða dæmi um hvernig er hægt að nota leiki, leikmuni og fleira til að kenna, viðhalda eða auka líkur á tiltekinni hegðun. Börnum finnst fátt skemmtilegra en að taka þátt í allskonar æfingum og áskorunum þar sem uppalendur þeirra spila stórt hlutverk og áherslan er á samveru og jákvæð afskipti uppalenda.

Í þessu myndbroti fer Stefanía yfir gagnlegar leiðir fyrir uppalendur til að bregðast við þegar börn upplifa sig á neikvæðan hátt eða upplifa áskoranir í nærumhverfi sínu. Þær leiðir sem meðal annars eru útskýrðar eru virk samskipti, speglun og viðurkenning á upplifun og tilfinningum barna. Viðbrögð uppalenda skipta miklu máli til að efla tengsl sín og traust í garð barnsins. Mikilvægt er að börn geti leitað til uppalenda sinna með margskonar áskornir og upplifi að á þau sé hlustað.

í þessu myndbroti fer Stefanía yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar svefnrútina barna er skipulögð. Hvaða atriði er gott að hafa í huga áður en rútínan hefst? Hvernig skipuleggjum við í samstarfi við barnið þau atriði sem skipta máli? Og hvaða vandamál gætu komið upp? Góðar svefnvenjur geta dregið úr líkum á svefnerfiðleikum í 75% tilvika og því mikil hvatning fyrir uppalendur í að skapa slíkar forsendur.

Í þessu myndbroti verður eftirfarandi fyrirspurn svarað;

Ég á 6 ára stelpu, skapstór með meiru en sýnir oftast góða hegðun. Henni gengur mjög vel í skóla og að læra að lesa. Hún sýnir svo rosalega mikinn mótþróa við heimalestur og fleiri atriði eins og að fara í bað, sýnir meiri mótþróa við mig en pabba sinn, okkur vantar svo góð ráð um hvernig best sé að taka á svona mótþróa og skilja hana betur, getið þið bent okkur á eitthvað?

Helstu áhersluatriðin eru skilgreining og mögulegar ástæður fyrir mótþróa, fyrirbyggjandi þættir, kortlagning á hegðun, skipulag og samvinna foreldra og barns til að útbúa sjónrænt plan 🙂