Hér er að finna myndskeið þar sem við ræðum þær fyrirspurnir sem okkur berast
Hægt er að senda okkur fyrirspurn hér á heimsíðunni undir “Hafa samband”
Að fara eftir fyrirmælum
Í þessu myndbroti fer Stefanía yfir gagnlegar leiðir til að auka líkur á tiltekinni (æskilegri) hegðun hjá barni og stoppa eða draga úr óæskilegri hegðun
Að eignast systkini
Í þessu myndbroti fer Stefanía yfir aðferðir fyrir uppalendur til að undirbúa komu nýs systkinis ásamt leiðum til að auka farsæl kynni þess við eldra systkini.
"Ömmureglan"
Í þessu myndbroti svarar Stefanía fyrirspurn um “ömmuregluna” góðu. Í 5.þætti af “Uppeldisspjallinu” um loforð og hótanir var farið inn á “ömmuregluna” en í þessum myndbroti útskýrir Stefanía hana nánar og tekur dæmi.
Raunhæfar væntingar
Í þessu myndbroti svarar Stefanía fyrirspurn sem snýr að raunhæfum væntingum til hegðunar í ólíkum aðstæðum hjá 7 ára dreng. Einnig fer hún yfir eina leið til að undirbúa ólíkar aðstæður og kenna nýja færni þar sem barnið er virkur þátttakandi.
Hvatning
Í þessu myndbroti er farið yfir leitðir til að nota hvatningu á skemmtilegan og gagnlegan hátt í hversdagsleikanum. Tekin verða dæmi um hvernig er hægt að nota leiki, leikmuni og fleira til að kenna, viðhalda og auka líkar á tiltekinni hegðun.
Áskoranir í nærumhverfinu
Í þessu myndbroti er farið yfir ganglegar leiðir fyrir uppalendur til að bregast við þegar börn upplifa sig á neikvæðan hátt eða upplifa áskoranir í nærumhverfinu sínu.
Farið er yfir virk samskipti og speglun.
Svefnrútína
Í þessu myndbroti er farið yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar svefnrútína barna er skipulögð.
Góðar svefnvenjur geta dregið úr líkum á svefnerfiðleikum í 75% tilvika og því mikil hvatning fyrir uppalendur í að skapa slíkar forsendur.
Mótþrói
Í þessu myndbroti er svarað fyrispurn um mótþróahegðun barns heimafyrir.
Helstu áhersluatriðin eru skilgreining og mögulegar ástæður fyrir mótþróa, fyrirbyggjandi þáttum, kortlagningu á hegðun, skipulag og samvinna foreldra og barns.