Um okkur

Hverjar erum við?

Við erum þrjár vinkonur og fyrrum samstarfsfélagar á Barna- og unglingageðdeild (BUGL). 
Við eigum það sameiginlegt að hafa áhuga á öllu því sem varðar velferð og uppeldi barna. 

Berglind Berndsen

Uppeldisfræðingur

Berglind Berndsen lauk B.A. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði vorið 2013 frá Háskóla Íslands og M.ed. gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf vorið 2018 frá sama skóla. Hún hefur lokið PMTO meðferðamenntunarnámi og er virkur PMTO (foreldrafærniþjálfun) meðferðaraðili. Berglind hefur meðal annars fimm ára starfsreynslu af legudeild BUGL ásamt því að hafa starfað  sem ráðgjafi í barnavernd. Í dag starfar hún sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum og höfuðborgarsvæðinu.

Helga Theodóra

Sálfræðingur

Helga Theodóra lauk B.S. gráðu í sálfræði vorið 2013 frá Háskóla Íslands og M.S. gráðu í klínískri sálfræði vorið 2018 frá sama skóla. Helga hefur meðal annars sjö ára starfsreynslu af legudeild BUG ásamt því að hafa starfað nú sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Í dag starfar hún sem sálfræðingur á göngudeild BUGL og einnig á sálfræðistofu.

Stefanía Dögg

Uppeldisfræðingur

Stefanía Dögg lauk B.A. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði vorið 2013 frá Háskóla Íslands og M.A gráðu í uppeldisfræði með áherslu á áhættuhegðun og seiglu ungmenna vorið 2018 frá sama skóla. Hún hefur lokið PMTO foreldrafærni meðferðarmenntunar námi og er löggildur PMTO meðferðaraðili. Stefanía hefur meðal annars fimm ára starfsreynslu af legudeild BUGL ásamt því að hafa unnið sem hegðunarráðgjafi í alþjóðlegum grunnskóla. Í dag starfar hún sem sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu.

Viðja - uppeldisfærni

Viðja – uppeldisfærni er útkoma hugmyndar sem hefur verið í þróun í nokkur ár. 

Markmið okkar er að bjóða upp á gagnreynt, auðskiljanlegt og aðgengilegt efni um hegðun barna og áhrifarík verkfæri í uppeldi.

Við viljum að efnið sé gagnlegt fyrir alla; foreldra, ömmu&afa, aðra fjölskyldumeðlimi, starfsfólk leik- og grunnskóla og/eða aðra sem koma að uppeldi barna á einn eða annan hátt.