Hvernig er hægt að kortleggja áhrifaþætti hegðunar?

Í 3. þætti af “Uppeldisspjallinu” höldum við Viðjuteymið áfram með umræðuna úr síðasta þætti þar sem farið var yfir áhrifaþætti hegðunar. Við förum nánar í hvernig er hægt að átta sig á (heima og í skólanum) hvað hefur áhrif á hegðun barns.

Hvað er A-H-A skráning?

Ein aðferð til þess að kortleggja áhrifaþætti hegðunar er að skrá niður það sem gerist rétt áður en að hegðun á sér stað (aðdraganda), hegðunina sjálfa og það sem gerist eftir að hún á sér stað (afleiðingar).

Þessi aðferð kallast A-H-A skráning og getur skráningarblað til dæmis litið svona út: 

Það sem er gott að hafa í huga áður en byrjað er að nota A-H-A skráningu:

  1. Velja hegðun sem á að skrá.
  2. Skilgreina hegðunina ítarlega.
  3. Velja tíma dagsins sem á að skrá, ef það á við, annars skrá alltaf þegar hegðunin birtist.

Smelltu á “hlusta” til að fræðast enn frekar um áhrifaþætti hegðunar og hvernig á að kortleggja hegðun.